Steinunn Guðnadóttir

Tölvufíkn er vaxandi vandamál meðal barna og ungmenna á Íslandi.

Tölvufíkn er ný uppgötvuð árátta sem tengist vaxandi tölvunotkun í nútíma þjóðfélagi. Tölvueign íslendinga er með því mesta sem gerist í heiminum og börn byrja mjög snemma að umgangast tölvur. Því þarf að fylgjast vel með tölvunotkun þeirra og reyna að koma í veg fyrir að þau verði tölvufíklar. Mikilvægt er að hafa stjórn á notkuninni, því tölvufíkn líkist spilafíkn að því leitinu til að einstaklingar missa stjórn á hegðun sinni. 

Tölvufíkn gæti eins heitið tölvuleikjafíkn vegna þess að stærsti hluti þeirra sem ánetjast stunda tölvuleiki og spila þá oftast í gegn um netið við aðra einstaklinga.

Þessir einstaklingar geta verið félagar úr næsta umhverfi eða frá öðrum löndum og jafnvel öðrum heimsálfum. Einstaklingarnir ganga inn í mismunandi hlutverk í leiknum og leikurinn getur gengið í marga mánuði. Drengir eiga frekar á hættu að ánetjast tölvuleikjafíkn en stelpur en þó þekkist þetta hjá báðum kynjum. Einstaklingum með lágt sjálfsmat er hættara við að ánetjast tölvufíkn. Ekki er óalgegnt að einstaklingur með tölvufíkn eyði frá 8 uppí 16 tímum á sólarhring í tölvunotkun. Einstaklingur í þessu ástandi vanrækir aðra hluti í lífi sínu .Eins og nám, starf og samveru með vinum og fjölskyldu. Grunnþörfum líkamans er ekki sinnt. Einstaklingarnir sleppa svefni, hreyfingu, hollum máltíðum og þrifum. Fylgikvillar netfíknar geta oft verið þeir sömu og hjá vímuefnaneytendum eins og sinnuleysi, félagsleg einangrun,

þunglyndi, skapofsaköst og veruleikafirring.

Foreldrar standa ráðalausir frammi fyrir þessu vaxandi vandamáli og algengt að þessa sé ekki getið í almennu forvarnarstarfi. Þegar einstaklingur er langt leiddur í tölvufíkn er erfitt að snúa honum til baka. Hann afneitar fíkninni en er í tölvunni nánast allan sólarhringinn, allt annað verður að víkja, hann fer á bak við foreldra eða nánustu aðstandendur til að komast í tölvu með öllum ráðum. Þegar hér er komið þarf einstaklingurinn á sérhæfðri meðferð að halda. Í forvarnarskyni er æskilegt að foreldrar stýri tölvunotkun barna sinna, þannig að börn og ungmenni sitji ekki meira en 2 klst. á dag við skjáin. Reynslan hefur sýnt að góð líðan barna eykst með minni tölvunotkun. Mælt með því að hafa tölvurnar miðlægt á heimilinu, ekki í svefnherbergjum barnanna. Foreldrum er jafnframt bent á að fara á heimasíðu www.saft.is þar sem leiðbeiningar eru um öruggari tölvunotkun barna.

Til að aðstoða foreldra í að bregðast við þessari vaxandi fíkn barna og ungmenna, eru þrír meginþættir nauðsynlegir: 

Upplýsingamiðstöð er lítur að heilbrigði barna, þar sem foreldrar fá allar upplýsingar er varða þennan vanda og önnur sambærileg málefni..

Stöðugt sé upplýst um forvarnir á þessu sviði.

Meðferðarúrræði verði fyrir hendi.

Steinunn Guðnadóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði gefur kost á sér í 6 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi þann 11. nóvember n.k. og mun beita sér fyrir því að þessir þrír meginþættir nái fram að ganga.

www.steinunn.is