Steinun í 6. sætið

Menntun
Fjölskylda
Störf
Félagsmál

Myndir: 1 · 2 · 3

Ávörp og greinar:

Tölvufíkn er vaxandi vandamál meðal barna og ungmenna á Íslandi

Ísland í forystu - lífræn framleiðsla

Staðardagskrá 21: málþing í Setbergsskóla vor 2001

Skólamál: blaðagrein í Hamri vor 2000

Tenglar:
www.xdhafnarfjordur.is
steinunn.g@simnet.is

Kosningaskrifstofa Steinunnar:
Strandgötu 24, Hafnarfirði
Sími: 517 70 30 - 517 70 32 - 517 70 33

Steinunn Guðnadóttir
stefnir á 6. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.

Steinunn Guðnadóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði gefur kost á sér í 6. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri flokksins sem haldið verður 11. nóvember n.k.
Steinunn var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á árunum 1998-2006. Hún var formaður skólanefndar Hafnarfjarðar 1998-2002. Formaður stýrihóps um Stðardagskrá 21 hjá Hafnarfjarðarbæ 1999-2002. Sat í bæjarráði Hafnarfjarðar árið 2000-2002,í skipulagsnefnd 2004-2005 og þjónustu og þróunarráði árið 2002-2006. Hún hefur setið í stjórn Fráveitu Hafnarfjarðar, Stýrihópi um Staðardagskrá 21 á Íslandi, Umhverfisfræðsluráði Umhverfisráðuneytis, Fjölsmiðjunni í Kópavogi, Fjölgreinafélaginu Björk Hafnarfirði og nefndum fyrir Menntamálaráðuneyti og Landbúnaðarráðuneyti.
Steinunn starfar í dag sem íþróttakennari við endurhæfingardeild Hrafnistu í Hafnarfirði ásamt því að vera í meistaranámi í mennta- og menningarstjórnun við Viðskiptaháskólann að Bifröst í Borgarfirði.
Steinunn sem er fjögurra barna móðir, telur að auka þurfi rannsóknir á Íslandi er varðar hina ýmsu félagslega þætti. Rannsóknir og niðurstöður þeirra þurfa stjórnmálamenn svo að nýta sér til stefnumótunar. Markmiðið þarf að vera að styðja við hvern einstakling frá fæðingu og fram á fullorðinsár á þann hátt að hver og einn geti nýtt sem best styrkleika sína og fá notið góðrar heilsu sem lengst. Steinunn kemur til með að kynna stefnumál sín á heimasíðu sinni steinunn.is


Bætum grunninn:
Ísland í forystu - lífræn framleiðsla
Réttindi aldraðra - forgangsmál
Einfalt skattaumhverfi - skilvirkt velferðarkerfi

Byrgjum brunninn:
Virkar forvarnir - meðferðarúrræði
Íþrótta og tómstundastarf verði metið
Hjólreiða og skipulagsmál

X6